Karfan þín er tóm
Þótt það sé ekki nákvæmlega vitað hvenær Púkk var fyrst byrjað að spila á Íslandi, þá hefur það samt tvisvar verið gefið út áður í formi borðspils. Frímerkjamiðstöðin gaf út sína útgáfu árið 1977 og Gutenberg sína útgáfu árið 2004.
Hér eru tvær gamlar greinar um spilið og sögu þess:
Húsfreyjan, 4. tölublað (01.10.1969)
Talið er að það muni hafa tíðkazt hér frá því á 17. öld eða jafnvel fyrr að spila á spil. Fá munu þó þau spil vera sem eigi eru af útlendum uppruna, en þau spil, sem hvergi eru spiluð annars staðar en á Íslandi, virðist þó mega kalla íslenzk. Þetta segir í lítilli bók, sem út kom árið 1914 hjá Fjallkonuútgáfunni og nefnist ,,Spilabók“. Sérstaklega íslenzk í þessum skilningi munu vera þessi spil: Púkk, Alkort, Treikort, Marías, Skelkur, Brús, Handkurra, Hjónasæng, Þjófur, Framhjátaka, Svarti-Pétur, Hundur (Langhundur, Tromphundur, Langa-vitleysa).
Húsfreyjunni hafa borizt óskir um, að birtar verði leiðbeiningar varðandi það að spila púkk. Í áðurnefndri spilabók er sagt frá Púkki, og verður stuðzt við þá frásögn hér.
Það mun vera æðigamall siður að spila Púkk um jólin og nýárið. Þó mátti alls ekki spila á aðfangadagskvöld né jóladag, því að gamlar sögur gengu um þá, sem drýgt höfðu þá synd, og hafði það ætíð hefnt sín, þannig að illa fór fyrir þeim. En á gamlárskvöld var mjög algengt að spila Púkk. Er það spilað upp á peninga (þ. e. a. s. gervipeninga, svo sem eldspýtur, tölur eða þorskhausakvarnir, og voru þeir geymdir frá ári til árs, en teknir fram um jólin). Púkk er spilað á venjuleg spil, en teknir úr þeim tvistar. þristar og fjarkar. Spilið geta spilað 5, 6 eða 7 manns. Teiknað er á allstórt spjald sérstakt spilaborð fyrír púkkið, því er skipt í reiti, og í reitina. er skrifað: ás, kóngur, drottning, gosi, pamfíll (= laufgosi), tía (ef 6 eru), nía (ef 7 eru). 1 miðju borðinu er teiknaður reitur fyrir púkkið. Hver spilandi leggur í sinn reit ( þ.e. reitinn sem teiknaður er á borðið fyrir framan hann) jafnmargar kvarnir eða eldspýtur sem spilendur eru margir, og auk þess eina í púkkið. Þetta er kallað að „klæða“ (klæða kónginn, drottninguna o. s. frv.). Stundum klæðir einn púkkið, ef spilendur eru margir, og þurfa. þá hinir ekki að klæða það.
Þegar þessu er lokið, er gefið, 3 spil í senn hverjum og síðan 2, svo að hver hefur 5 á hendi. Þegar gefandinn hefur gefið sér í síðara sinn, veltir hann upp efsta spili og er það tromp. Sá sem hefur bísefa (sjöuna) í sama lit, getur keypt veltuspilið. Gildi trompsins í púkki er það, að hver, sem hefur háspil (ás, kóng, drottningu, gosa, tíu) i tromplit, má hirða peningana úr sama reit á borðinu. Sá sem fær pamfíl (laufgosa), hirðir úr honum. Ef ekki er hirt úr reit (enginn fær það spil á höndina), þá verður eigandi engu síður að klæða aftur (tvíklæða, þríklæða), og getur þá oft orðið mikið í reitnum og mikill fengur í að fá það spil í tromplitnum.
Þá er tekið til að „púkka“. Sá sem byrjar er í forhönd, en ef hann getur það ekki eða vill það ekki, kemur röðin að þeim næsta og svo koll af kolli. Enginn má púkka nema hann hafi að minnsta kosti einar samstæður (þ. e. tvö spil jafnhá: tvo ása, tvo kónga o. s. frv.). Pamfíllinn getur verið samstæður hvaða spili sem er og hefur jafnan meira gildi; pamfíll og ás gildir t. d. meira en tveir ásar. 1 púkki eru póstar (sexur, sexin) hæstir, þá ásar, kóngar o. s. frv. Fjórir póstar og pamfíll er hæsta púkkspil sem fengizt getur. Venjulega púkka menn með 2 ásum, 2 póstum, ási og pamfíl, pósti og pamfíl eða yfirleitt ef menn hafa einar samstæður. Sá sem byrjar að púkka, leggur eina kvörn í púkkið og segir: „Ég púkka.“ Þeir sem vilja taka þátt í púkkinu, fara eins að, og er alltaf byrjað frá forhönd. Nú vill sá sem byrjaði eða einhver annar halda áfram að púkka, og er það leyfilegt, svo lengi sem nokkur fæst til þess. Ef tveir eru orðnir eftir að púkka (hinir hafa gefizt upp) og annar vill ekki púkka lengur, þá sýna þeir tveir spilin, og fær sá allt úr púkkinu, sem hæstar hefur samstæður. (Þeir fá auðvitað ekkert, sem hætt hafa við að púkka, en kvarnir sínar missa þeir í ,,púkkið“). Ef báðir hafa jafnar samstæður, t. d. tvo pósta, skiptist púkkið jafnt milli þeirra. Enginn getur unnið púkkið, sem ekki hefur eina samstæðu minnst. Þrjár samstæður eru yfir tveimur, fjórar yfir þremur og fimm yfir fjórum (t. d. fjórar tíur og pamfíll hærri en fjórir póstar). Ef enginn púkkar (sem er sjaldgæft), þá er púkkið klætt aftur eins og áður og getur orðið margklætt.
Þegar púkkinu er lokið, byrjar hið reglulega spil. Forhönd slær út; sá sem hefur næsta spil fyrir ofan útspilið, og í sama lit, slær því út ofan á o. s. frv., þangað til annað hvort er kominn út ásinn í litnum, eða röðin slitnar við það að enginn á næsta spil yfir útspilinu á hendinni. Forhönd lætur t. d. út spaðapóst, sá sem hefur spaðabísefa, lætur hann þar ofan á, sá sem hefur spaðaáttu þar ofan á o. s. frv. Sá sem átti seinasta spilið, þegar röðin slitnaði, eða lauk röðinni með ás, byrjar þá næsta röð með því að láta út. Sá sem fyrstur verður til þess að losna við öll sín spil með þessum hætti, fær jafnmargar kvarnir af hverjum spilanda sem sá á þá mörg spil eftir á hendi. Þó þarf sá sem á næsta spil yfir lokaspilinu, ekki að gjalda fyrir það. Hyggilegast er fyrir forhöndina eða þann, sem út á að láta, að láta út spil í röð, ef hann á þau til, svo sem spaðadrottningu, spaðakóng, eða spaðaás, því að við það fækkar spilunum á hendi hans og verða meiri líkur til vinnings.
Þegar spilendur hafa greitt fyrir þau spil, sem þeir eiga eftir á hendinni, ,,klæða“ allir sinn reit í borði. Síðan er gefið aftur, og nýtt spil hefst.
Púkk var lengi mjög vinsælt spil hér á landi, og svo mikið þótti í það varið, að menn létu jafnvel smíða sér sérstök borð til að spila það við. Eru slík „Púkkborð“ varðveitt á Þjóðminjasafninu. Líklega er spilið af erlendum uppruna, þótt Eggert Ólafsson kalli það íslenzkt í Ferðabók sinni.
Lesbók Morgunblaðsins, 40. tölublað (24.12.1944)
Þetta er eitthvert það spil, sem mest hefir verið spilað á Íslandi áður fyrr, einkum um hátíðar, enda vel til þess fallið. Eru ýmsir kostir við spilið, sem gera það fjörugt og skemtilegt, sjerstaklega þó sá, hvað margir geta tekið þátt í því og það jafnvel krakkar, sem eitthvað kunna á spil. Fimm til sjö geta tekið þátt í púkki, en best fer á því að spilamenn sjeu sex.
Á borðið, sem spilað er, er gerður uppdráttur, sem er þannig: Ás, Kóngur, Drottning, Gosi, Tía, Laufgosi.
Spilað er á eldspítur eða kvarnir eða annað handhægt, — og hefir hver þátttakandi 50 peninga í upphafi, annars eru ekki reglur um tölu þeirra. Hver þátttakandi velur sjer reit til að leggja á, — eða klæða, sem kallað er, einn klæðir Ásinn. annar kónginn o.s.frv. — Venjulega leggur hver maður fimm eða sjö kvarnir í borð, eftir tölu spilamannafjöldans. Sjeu aðeins sex í spilinu, lætur hvor sína kvörn í púkkið og klæða það þannig sameiginlega, en ef fimm eru í spili, er tían ekki höfð til að klæða.
Gefin eru fimm spil hverjum manni eftir að hafa tekið úr hundana eftir þörfum, venjulega upp að sexum. Síðan veltir sá er gefur upp næsta spili eftir að öllum hefur verið gefið. Veltir hann því upp undir stokk, og er sá litur tromp, sem upp kemur. Hirðir þá hver fje það, sem lagt hefur verið í borð, eftir því sem hann á trompháspil til. Sá, sem á trompásinn hirðir þær kvarnir, sem lagðar hafa verið í ásinn. Liggi hátrompin í stokk, stendur fjárhæð sú kyrr, sem í þeim liggur, en þó ber að klæða þau aftur, áður en næst er gefið. Eru þá spilin kölluð margklædd, t.d. ,,Jeg fjekk konginn þríklæddan". Getur það verið mikill búhnykkur að fá margklætt spil.
Þegar allir bafa birt það sem þeir eiga í borðinu, er púkkið boðið upp, og hlýtur það sá, sem sterkastar hefir samstæðurnar, en sterkast er 4 sex og síðan eftir röð spilanna frá ás. Laufagosinn getur gilt hvaða spil sem er í samstæðu, cn betri eru tvö sex í kepni. heldur en sex og laufgosinn, er það kölluð bætt spil, ef laufgosi er með.
Þegar útkljáð er um púkkið, slær sá úti, sem forhönd á, og er nú um að gera að verða fyrstur að losna við öll spil sín af hendinni. Setjum svo að sá sem í forhönd er, slái út laufníu, verður þá sá sem á tíuna, að koma með hana, sortin er sem sje rakin, eins og það er kallað, allt upp að ás, en ef spil vantar í, sem liggur í stokk, byrjar sá að láta út, sem síðasta spil átti á undan því, sem vantar. Er það kallað að spil slandi, þegar ekki fæst næsta spil fyrir ofan. Ásarnir standa þess vegna altaf.
Það er kallað að sá trekki, sem fyrstur losnar við öll sín spil, og verða þá hinir að horga honum eína kvörn fyrir hvert spil, sem þeir eiga eftir á hendinni, þegar hann leggur niður síðasta spil sitt og segir: „Trekkir!". Þó er það svo, sje síðasta spil hans t.d. hjartagosi. og einhver annar eigi drottninguna, sleppur hann við að borga fyrir hana, er næstur, sem kallað er. En næsta spil fyrir ofan það, sem trekkt er á, er eina spilið, sem ekki er gjaldskylt. — Þegar sigurvegarinn hefir innheimt gjöld sín er svo klætt og gefið að nýju. Getur oft verið hin mesta skemtan og spenningur, þegar verið er að rekja spilin.
Oft koma þannig spil í forhönd, að fáir einir koma af sjer spili, þegar rakið er, og getur þá verið um laglegan skilding að ræða, sem græðist, eða alt að 50 kvörnum. — Stundum var það viðhaft að sá, sem í forhönd var, átti heimild að selja hana hæstbjóðanda, ef hann hafði vond spil, eða vildi selja. Var það oft skemtilegt uppboð.
Oft fer svo í púkki, eins og viðskiptalífinu, að maður tapar öllum sínum höfuðstól, enda er venjulega hafður varasjóður, til þess að lána mönnum sem snauðir eru orðnir. Nefnist þetta hreppskassi og þótti lítil sæmd að lán þar og vildu menn heldur fá fje hjá spilafjelögum sínum, þeim sem betur máttu.